23.8.2007 | 16:58
Bjór í stykkjatali um að kenna?
Nei, það held ég nú varla. Ekki einu sinni ókældum bjór í stykkjatali....
Allt annað sem veldur því að ógæfufólk er fyrir það fyrsta til og í öðru lagi að það haldi sig í miðbænum. Fyrri spurningunni á ég ekki svar við, en er alveg viss um að það er ekki bjórnum að kenna. Þeirri seinni er auðvelt að svara. Í miðbænum er aðgengi að öllu, skjól og auðvitað ríki. Og takmörkuð öryggisgæsla. Sé ekki alveg fyrir mér að rónarnir fengju að hanga óáreittir í Kringlunni eða Smáralindinni.
Og síðan hafa þeir ekkert að hverfa að. Ekkert heim.
Ég vil kælin aftur. Þá get ég farið og keypt mér kaldan öl. Vissi ekki af þessum lúxus í nágrenninu. Svona er maður vitlaus!
Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.